EDUCHANGE - UNIVERSITY OF ICELAND

Um EDUCHANGE

Bakgrunnur

Menntun er lykilatriði fyrir lífsgæði einstaklinga í þróuðum samfélögum. Einstaklingar með hærra menntunarstig ná meiri árangri á vinnumarkaði, eru hamingjusamari, heilbrigðari og taka meiri þátt í stjórnmálum.

Áa tíma eru ungmenni af lægri félags- og efnhagslegum bakgrunni ólíklegri til að velja hærra menntunarstig en jafnaldrar þeirra sem búa við sterkari bakgrunn, jafnvel þótt námsárangur þeirra sébærilegur.Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að ein af skýringunum á því hvers vegna nemendur af ólíkum félagslegum bakgrunni velja mismunandi námsleiðir er að nemendur með lægri félags- og efnahagslegan bakgrunn hafa tilfa að hahneigingu til að hafa aðra skynjun á þann kostnað og ávinning sem fylgir hærra menntunarstigi samanborið við nemendur sem búa við sterkari félags- og efnahagslegan bakgrunn.
 

Markmið

Rannsóknarverkefnið EDUCHANGE leitast við að verða ein af fyrstu rannsóknunum til að gera vettvangraunir samtímis í mörgum löndum (Danmörku, Þýskalandi; Ungverjalandi, Íslandi), með það að markmiði að draga úr ójöfnuði meðal nemenda þegar þeir færast úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla og svo úr framhaldsskóla yfir í háskóla.

Vonir standa um að EDUCHANGE muni ekki aðeins efla rannsóknir á ójöfnuði í menntun og vera upplýsandi fyrir stefnumótandi aðila í þátttökulöndunum og víðar, heldur einnig leggja mikið af mörkum til áframhaldandi umræðu um hlutverk gagna og rannsókna í menntun og túlkun niðurstaðna sem fást úr slembiröðuðum tilraunum.

 

Rannsóknin

Rannsóknin beinist annars vegar að nemendum í 10. bekk grunnskólanna, rétt áður en þeir fara í framhaldsskólanám og hins vegar að framhaldsskólanemum sem eru nálægt útskrift af bóknámsbraut.

Kjarni rannsóknar byggir á inngripi þar sem hópar nemenda sem valdir eru af handahófi fá upplýsingar og mynbönd ásamt hópráðgjöf á meðan aðrir eru hluti af samanburðarhópnum. Á mismunandi tímapunktum, fyrir og eftir inngripið svara nemendur og foreldrar (grundskólanema) spurningalistakönnunum.
 

Helstu niðurstöður verða m.a.:

(a) Dýpri og marþættari skilningur á því hvernig náms- og starfsráðgjöf og upplýsingagjöf getur hjálpað við að draga úr ójöfnuði.

(b) Huglægt mat nemenda á kostnaði, ábata og líkum á árangri og sálfræðilegum hindrunum sem þeir tengja við mismunandi námsval.

(c) Þekking á því að hve miklu leyti stofnanasamhengi hefur áhrif á það hvort upplýsingagjöf og náms- og starfsráðgjöf geti dregið úr ójöfnuði við skiptin á milli skólastiga – og hugsanlega haft áhrif á velgengni og minna brotthvarf á næsta stigi.